Við félagarnir skruppum uppí bláfjöll í gær og það leit bara ágætlega út þegar við komum þarna um 11:30 leytið í gær, nema stólinn ekki búinn að opna. Fyrsta ferðin var í borgarlyftunni og þetta var bara skautahöllin í reykjavík + 30° halli = borgarlyftan í gær… nánast.
Í kringum 12 leytið opnaði stólalyftan og á leiðinni upp byrjaði að snjóa og á liðinni var mikill mótvindur og snjór að auki og maður sá nánast ekkert. Eftir að það hafði snjóað var færið miklu betra og það snjóaði nánast um allan daginn, bara mjög lítið. Fólk var að búa til palla út um allt og nokkuð af púðri en maður þurfti bara að leita að því einsog í kóngsgilinu vinstra megin og bæði hægra megin og vinstra megin í borgarlyftunni. VInur minn var að meika sideflippið en ég gat ekki rassgat.
Semsagt bara nokkuð góður dagur miðað við aðstæður. Mætti samt gera meiri palla í brettagarðinn.
ég er ekki bara líffæri