Þjónustustaðall Brettavöruverslunarinnar GÁP-0,0? Sælir Hugarar….


Ég vil byrja þessa grein mína á því að segja ykkur að ég keypti mér bretti í Týnda Hlekknum rétt áður en hann leið undir lok fyrr á þessu ári, og keypti ég brettið á útsölu(40% af.)

Þetta er mjög gott bretti:
Gnu´02 plata, Burton skór og Burton SYNCRO bindingar, sem mér skilst að eigi að vera í hærri gæðastaðli en venjulega þekkist hjá burton.

Ég byrja náttúrulega strax á því þegar ég kem heim að prófa það
Ég á nýja brettinu mínu með nýju BURTON SYNCRO bindingarnar sem voru
OF LITLAR-
ég fékk Medium en átti að fá Large bindingar.

Pakki upp á nær 90 þúsund en ég fæ vitlausa stærð.

Allt í lagi með það: Ég fer í Týnda, tala við afgreiðslumanninn og hann stækkar allt til og reynir að finna nýjar bindingar, en á þær ekki til í þessari stærð, og bindingarnar enn of litlar.
Hann afsakar sig með því að allt brettadraslið sé komið upp í GÁP- Sem þá hafði keypt Týnda Hlekkinn. Ég hringi þangað og þeir segja að bindingarnar séu ekki til fyrr en næsta haust-því þá komi brettasendingin.

Ég hringi í haust og ekki er sendingin komin. Ég bíð aðeins og núna fyrir stuttu skilst mér að þeir hafi fengið sendinguna, og fer ég þá ásamt pabba með brettið til þeirra ásamt öllu tilheyrandi.
Þetta var á sunnudaginn-15 des. Og var þetta “Brettahelgi” hjá GÁP.
Við tölum við afgreiðslumanninn þegar hann býður okkur aðstoð. Hann verður voða undrandi á þessu þegar ég segi honum söguna og biður okkur feðgana að bíða aðeins.
Eftir langa bið (5 MÍN) þá kemur hann til mín og biður mig um að skilja brettið eftir
það var það EINA sem hann sagði eftir biðina og þegar ég horfði á hann meðan ég beið var hann að afgreiða á kassa, og SPJALLA VIÐ VINI SÍNA!!!(Og það fyrir framan mig), Síðan kemur hann aftur þegar ég er búinn að horfa á hann með hneykslunarsvip og segist hafa verið nærri búinn að “Gleyma okkur”. Við förum út með hneykslunarsvip og bíðum þar til eftir nokkra daga.

Þá ætlaði hann að vera búinn að tékka á lagernum á þessu og redda þessu.


Ætli hann hafi ekki séð þá sem voru með peninga og ákveðið að “GEYMA” okkur aðeins á meðan.
Ég spyr: Er það ekki viðskiptavinurinn sem er númer 1 , 2 og 3- Óháð peningum, eða vandamálum hans?

Svo hringi ég á miðvikudaginn eftir og tala við hann. Hann segist ekki eiga þessar bindingar né hluti sem gætu bjargað þeim. Ég spyr hvað bændur geri þá og hann segist láta mig hafa FREESTYLE bindingar í staðinn fyrir SYNCRO.
Ég spyr út í verðmuninn-Þar sem Syncro er dýrari en Freestyle og hann svarar mér með því að segja :
“Þú fékkst þetta hvort sem er svo ódýrt”

Ég spyr: Skiptir það máli?. Á ég að fá verri vöru en ég hafði keypt, bara af því hún var á afslætti og ÞEIM urðu á mistök???

Þjónustan hjá GÁP hefur aldrei verið góð, en þetta?.

Getur einhver sagt mér hvert maður getur snúið sér með svona máll?…..

Það er allavega víst að næst þegar mig vantar eitthvað í sambandi við bretti, hjól eða annað þá fer ég ekki aftur í GÁP!

Takk fyrir mig og endilega segið ykkar álit!

Gummi