var ekki einhver að biðja um tilþrifamiklar hættu/slysa-snjósögur?
ég luma á einni glóðvolgri lummu…og hún inniheldur þetta allt!
þannig er mál með vexti að mig greip ótrúleg rennasér-löngun á föstudagskvöldið. einhver tók kannski eftir því að ég auglýsti huga stefnumót í vatnsendabrekku það kvöld. ekki gaf sig þó neinn fram sem vildi sameinast mér í rennslinu.
er klukkan sló ellefu þetta örlagaríka kvöld ákvað ég að láta slag standa. ég ætlaði að renna mér á brettinu mínu í snjónum sem fallið hafði allan daginn. ég þurfti ekki að gera margt þar sem ég hafði beðið í snjóbuxum og með brettið í fanginu allan daginn. beðið eftir því að einhver biði sig fram til að renna sér með mér. en nei fólk hafði greinilega annað betra að gera þetta föstudagskvöld.
og upp í vatnsendabrekku hélt ég…my home mountain u know. tók ekki nema 15 mínútur að rölta. er ég nálgast berast mér einhver óhljóð þaðan. þetta voru krossaraóhljóð. þegar á staðinn ég kom blasti við mér ófögur sýn. einhverjir helvítans ribbaldar höfðu gert sér það að leik að spæna um á hinum ýmsustu ökutækjum í brekkunni. og ég fann GRASLYKT í myrkrinu. svei þeim!!
ég lét það ei aftra mér heldur hélt efst upp í þessa snarbröttu brekku. þar var ég svo heppin að finna pínku pall sem einhver af kids in the hood höfðu byggt. þegar ég strappaði á mig brettið fór um mig ánægjuhrollur. það var ekki eina tilfinningin sem bærðist í mínu litla hjarta…hafði ég kannski á þessum 4 mánuðum síðan ég brettaðist síðast búið til goðsögn um sjálfa mig í hausnum á mér. kannski var ég ekkert eins góð og mig minnti að ég væri. þær efasemdir fuku út í buskann þegar ég gerði eitt feitt ,,loft". með þessu lofti mínu breiddist greinilega út orðrómur um breiðholtið. orðrómur um að eitthvað rosalegt show væri í gangi í vantsendabrekku. þannig vil ég allavegana skýra þá staðreynd að skyndilega var brekkan flóðlýst. mættir voru á staðinn nokkrir töffarar á toyota hilux jeppum og þeir sáu ástæðu til þess að beina sínum risakösturum að mér. mér hefur náttlega aldrei liðið betur þar sem ég dýrka sviðsljósið.
eftir að mínir ágætu áhorfendur höfðu yfirgefið svæðið og svartur bylur, sem hindraði meira segja sýn mína á kennileitið hverfispöbbinn Jóa Risa, skyndilega skollinn á þá hélt ég heim. Þreytt og ánægð eftir góðan dag!!!!

sagnapúkinn hún.

notabene ég reyndi að troða inn í frásögnina eins mikið af hallærislegum sagnafrösum og minnum sem mér tókst að týna til.