Ég er reyndar ekki að selja lampa, en er samt með upplífgandi sögu fyrir þá sem ekki búa við þær aðstæður að komast í nein nærliggjandi fjöll… til dæmis af þeim ástæðum að það ERU ENGIN nærliggjadi fjöll!!
Ég er búsett í Danaveldi og á eftir að vera hérna í allmörg ár í viðbót. Danmörk er skítsæmilegur staður að búa í fyrir utan þann augljóslega harmlega ókost að hér mun hæsta landssvæði mælast einhverjir tæp 180 metrar yfir sjávarmáli. Á síðasti stað sem ég bjó á áður en ég flutti hingað (f.utan íslamd) var ég með eitt stykki 4.807 metra tind útí garði hjá mér og verð ég að segja að ég sakni fjallanna þónokkuð! Svona til að koma mér að efninu þá vil ég byrja á montinu: hér er allavega snjór - sem er meira en hægt er að segja um skerið heima - og ákvað ég að koma honum að einhverju gagni um dagin.
Í gærmorgun fór ég ásamt vini mínum uppí einhvern garð hérna rétt hjá miðbæjarbýlum okkar og tókst okkur að finna verðuga “brekku” - eða allavega svona smá aflíðandi landsssvæði. Okkur tókst að raka saman einhverjum nægjulegum slatta af hvítu efni til að byggja lítinn pall.
Aldrei hefur jafn lítill snjór skemmt mér svona mikið!!
það er líka bara gaman að tala við vinina heima og segja þeim að maar hafi verið að renna sér í danmörku - og finnst mér þetta vera jákvæð kvatning til allra annarra sem búa í brekkufátækum löndum.
Gærdagurinn var síðan fullkomnaður með viðkomu á barnum á heimleiðinni… kaldur túborg ómissandi eftir örvæntingafullan palladag á dönskum mælikvarða.
: mAking the most of it - sArax :