Mér langaði bara að deila með ykkur smá sögu af ferð minni Laugardaginn 28. des. Þannig var að ég vaknaði kl. 06:00 um morguninn og leit út um gluggann. Ennþá var kolniðamyrkur og frost í kringum -4°C. Ég hafði hent sleðanum upp á kerru (Yamaha SRX :))) og gert allt klárt kvöldið áður þannig að ég þurfti einungis að hita kakó og smyrja. Ferðinni var fyrst heitð suður Í Hafnafjörð þar sem félagi minn beið spenntur með Ski-Doo'inn sinn á planinu hjá sér. Við skelltum honum á kerruna við hliðina á mínum og svo var haldið af stað austur. Eftir ca. 1 og 1/2 tíma vorum við komnir á Selfoss, þar sem við gleyptum smá morgunverð og dældum bensíni á brúsa og á sleðana. Það þurfti svolítið að rýna í kortið áður en við rötuðum rétta leið á Geysi. Þegar við vorum komnir þangað voru tveir stórir Nissan Patrol fyrir utan sjoppuna og báðir voru þeir með tveggja sleða kerrur aftan í. Við félagarnir höfðum aldrei farið Kjalveginn áður og vissum því ekki alveg út í hvað við vorum að halda og fengum því að fljóta með þessum tveim jeppum. Við vorum komnir upp að rætum Langjökuls rétt rúmlega 11:00. Nægur snjór var á veginum svo við ákváðum að keyra útaf og taka af því að við vissum ekki hvað væri langt í þennan fordæmda skála og Landcruiser´inn var eitthvað að verða bensínlaus, en því miður þá fór kerran og bílinn bara á bólakaf og við sátum fastir. Þá var ekkert að gera annað en að ná sleðunum af. Svona ca. 200 metrum ofar var þessi fíni skáli með stóru plani til að taka af en neiii…. Allavega þá var alveg heiðskírt og dúnalogn og við þeystum upp að jökli með brettin aftaná. Þegar við komum að Þursaborgum var búið að skafa þar töluvert. Mikill lausasnjór hafði safnast saman í skálirnar tvær ofná. Við botnuðum bara sleðana og lékum okkur í skálunum. Ég sá alveg tilvalinn rennslisstað töluvert ofarlega, leiðin lá á milli einhverra kletta og svoleiðis, og ég ákvað að fá félaga minn til að sitja á aftan á hjá mér (þurftum að nota öflugri sleðann því þetta var næstum lóðrétt) og halda á brettinu, þegar við rétt höfðum það upp brekkuna og vorum að fara yfir toppinn þá hafði myndast þar smá hengja sem sást ekki íkja vel niðri og slúttaði fram. Þegar við stökkum á henni kastaðist félagi minn af sleðanum og ég sá síðan bara á eftir honum niður. Hann meiddi sig ekkert alvarlega og við tókum bara aðra tilraun…. og afraksturinn.. jú, ég komst í þetta þvílíka púður. Þegar við vorum að setja á kerruna kl. 16:00 við jeppann í annað sinn því að einhver fáviti (ef þú lest þetta þá skaltu hringja og biðjast afsökunar annars DEYR KÖTTURINN ÞINN!!) sagði okkur að fara eitthvað út í kant svo að hann kæmist framhjá! Ferðin endaði svo mið pizzu og stórum Beck´s á Selfossi. Semsagt, einn af þessum góðu dögum með nóg af adrenalíni og miklu meir en nóg af snjó.