Hvað skal gert ?
Nú er desember mánuður hálfnaður og engin alvörur snjór látið sjá sig hvorki hér í bænum né uppí fjöllum einsog við erum kannski vön svona í nóv. des. Maður er alltaf að heyra nýjar fréttir af hitametum eða að heimskautin séu að bráðna hraðar. Þetta hlýtur að vekja nokkurn ugg hjá snjóbrettafólki, allaveganna hjá mér. En rauninni verður maður bara að prófa eitthvað nýtt t.d. taka smá rúnt út fyrir bæin þegar veður hefur verið frekar svalt og leita af snjó. Ef það hefur á annað borð eitthvað snjóað eitthvað þarf fólk örugglega ekki að leita langt til þess að rekast á einhvern stað til að renna sér sem er kannski pakkaður af snjó. Svo er toppurinn að vera á vel útbúnum jeppaling og skella sér uppá öræfi og fyrir utan hvað það eitt og sér er gaman rekst maður alltaf á einhvern geggjaðan stað til að renna sér. Sama á við um vélsleða, á þeim kemstu nánast allt og þú sérð óteljandi möguleika á að leika þér á brettinu, þá þarftu ekki heldur að ganga brekkurnar, Þetta er eflaust hlutir sem fólk verður að kynna sér betur, sumir stunda þetta náttlega oft á hverjum vetri og vita hvað ég er að tala um. En þið hin ættið endilega að kynna ykkur þetta, það bíður ykkar nú veröld þarna úti.
Því langar mig til að spyrja ykkur sem hafið verið að fara, hvert þið varið og hvort þið hafið einhverja staði sem þið mælið virkilega með. Persónulega hef ég verið á sleða um og í kringum jósepsdal sem er bakvið bláfjöll og þar hjá litlu kaffistofunni sem er rétt hjá og að hengilssvæðinu og svo hjá langjökli, skjaldbreið og fjöllunum þar, þar hef ég nokkru sinnum rekist á stórfína staði sem hægt væri að renna sér en hvað með ykkur ???