Sæll
Til hamingju með að vera orðinn stjórnandi hér. Var að taka eftir því að fridfinnur er dottinn úr hópnum, hann var á sínum tíma að gera góða hluti hér en hefur upp á síðkastið ekki verið mjög virkur. Það má segja að þetta hafi verið honorable discharge eða þá a retirement that deserves a goldwatch hjá honum en nóg um það.
Ég leit aðeins yfir greinalistann þinn og rakst á eina grein um júdó
http://www.hugi.is/martial_arts/articles.php?page=view&contentId=3600873 , í henni kemur fram “
Efit að ég hætti snéri ég mér að lyftingum og boxi, ég endist þó ekki lengi í boxinu heldur fór ég bara að notafæra mér reynslu mín úr Karate, Judo, boxi og fleirum bardagalistum sem ég kann og fór að æfa mig sjálfur ásamt því að lyfta og hlaupa. ”
Því held ég að þú sért eini stjórnandinn hér sem að æfir ekki blessaða íþróttina, ég man ekki eftir því að þú hafir verið að tjá þig mikið hér á áhugamálinu og því datt mér svona í hug að spurja þig ertu mikill áhugamaður um íþróttina? Stendur til að senda inn einhverjar greinar og svoleiðis?
En allavegana gaman að fá þig í hópinn.