Skúli minn, alveg rólegur með þessar rassatökuyfirlýsingar sem eru vægast sagt fyrir neðan beltisstað. Hnefaleikafélag Reykjavíkur býður frábæra aðstöðu, þjálfara sem hefur ekki bara náð árangri sem þjálfari (með t.d. evrópumeistara) heldur líka sem keppnismaður (sem kúbumeistari og suður ameríkumeistari) og æfingagjöld á sanngjörnu verði miðað við það sem í boði er. Það er frábært að það gangi vel hjá ykkur á suðurnesjunum en þú verður að gera þér grein fyrir því að Keflavík er ekki nafli alheimsins. Hnefaleikafélagið er í faxafeni 8 og eru allir velkomnir. Af öðrum stöðum í Reykjavík sem hægt er að æfa box, veit ég um Ræktina, hef heyrt eitthvað af betrunarhúsinu, Sporthöllin í kópavogi er líka að byrja með eitthver námskeið og svo eru náttúrulega eitthverjir að æfa hjá Guðmundi Arasyni. Þannig að þið sem viljið keyra til Keflavíkur gjöriði svo vel en það er nóg að gerast í bænum.