Það fer algjörlega eftir því hvernig því skilgreinir ofmetinn, ég meina…hvernig hefur Tyson verið metinn í gegnum tíðina? Fara gæði boxara algjörlega eftir andstæðingunum? Ég meina, hvernig er Roy Jones þá metinn…
Málið með Tyson, og þeri sem ekki hafa séð gömlu bardagana hanns virðast ekki skilja, er að það var ekki endilega HVERN hann vann, heldur miklu frekar HVERNIG hann vann þá…það var stemmningin sem myndaðist í kringum hann, hvernig hann nálgaðist hringinn, engin tónlist, enginn sloppur, engir sokkar, bara svartar stuttbuxur og hvítt handklæði…Maður sá hræðsluglampann í andlitinu á andstæðingnum, yfirvofandi dauðadómur nálgaðist…
Bardagarnir voru oftast stuttir og miskunarlausir, andstæðingurinn reindi að stinga hann í burtu en höfuðhreifingarnar komu honum auðveldlega framhjá vörninni og síðan leiftursnögg flétta og andstæðingurinn var niðru…oftast á einhvern magnaðann hátt…annaðvort útur hringnum eða þá að hann hreinlega lyftist upp af jörðinni með högginu..
Þetta er svona svipuð stemmning og myndaðist í kringum Maximus í kvikmyndinni Gladiator þegar hann var ennþá að berjast sem skilmingaþræll í afríku…þegar hann gekk einn inn með sverðið sitt á móti fjölda nafnlausra og andlitslausra andstæðinga sem hann brytjaði síðan niður áhugnarlega auðveldlega, fólkið elskaði hann ekki afþví að hann var að slátra einhverjum stórmennum, það elskaði hann því hann virtist ósnertanlegur, ómannlegur, þegar hann barðist. Sama hefur gilt um Tyson, það er dulúðin í kringum slátrarann…
En þetta og margt fleira mun koma fram í grein sem ég er undirbúa um kappan..<br><br>—–
[Life sucks and then you die!]