Boxing Athletic Gym (BAG) er boxklúbbur sem starfræktur er í Reykjanesbæ og er sjálfsagt stærstur þeirra stöðva sem eru starfræktar í dag með um 130 meðlimi á skrá. Þar eru í boði mörg mismunandi námskeið fyrir alla aldurshópa. Síminn þar er 421 8444 / 8998087 / 8612319.

BrOnX Boxing Gym í Breiðholti, Eddufelli 2. Er nýlegur en fullkominn boxsalur sem býður einnig upp á góða lyftingaraðstöðu. Þessi salur er opinn almenningi alla daga vikunnar. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um opnunartíma eða þess háttar skulu hafa samband við Dadda í síma 8684974.

Að lokum er vert að minnast á boxklúbb Guðmundar Arasonar. Sá er elstur starfandi boxklúbba á Íslandi og búinn að vera starfræktur í fjölda mörg ár. Þjálfari þar er Guðmundur Arason sjálfur, 83 ára gamall fyrrum Íslandsmeistari í þungavigt. Salurinn er ekki opinn almenningi.

Nú eru hafin boxnámskeið í Ræktinni. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru Sigurjón Gunnsteinsson og Ólafur Guðlaugsson. Þeir eru stofnendur Hnefaleikafélags Reykjavíkur og hafa margra ára reynslu af boxþjálfun. Þeir bjóða nú nýja og gamla nemendur sína velkomna á námskeiðið. Skráning hafin í síma 551 2815 eða í afgreiðslu Ræktarinnar.