Í dag flutti Hnefaleikafélag Reykjavíkur starfsemi sína í húsakynni Mjölnis á Mýrargötu. Fyrst um sinn mun HR fólk mæta á striking æfingar skv. töflu í Mjölni en smám saman munum við fjölga box/striking tímum í húsinu. Fyrsta skrefið er að bæta við einum box tíma á laugardögum kl 12:00 - 13:00 (open mat færist þá til 13:00). Tekur sú breyting gildi strax núna á laugardaginn.

Athugið að þó að félögin séu ennþá með aðskilda starfsemi (sitt hvor stjórnin og sitt hvor íþróttin) þá munum við samræma gjaldskrá og nú býðst iðkendum Mjölnis að æfa í box tímum og iðkendum HR að mæta í alla tíma hjá Mjölni (það þarf samt ennþá að skrá sig sérstaklega í Mjölnir 101 til að tryggja pláss).

Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikil lyftistöng þetta er fyrir starfið í Mjölni og við viljum hvetja alla til að nýta sér þetta tækifæri til að læra hnefaleika hjá mörgum af þeim bestu á landinu.

—————————

The Reykjavik Boxing Club is now moving into our facilities at Mýrargata. We aim to increase the number of striking/boxing classes and all the new classes will be open for all members of Mjölnir. We encourage you to take advantage of this oportunity.

We have made changes to the timetable. We have added a boxing class at 12:00 on saturdays. This means that open mat starts at 13:00 from now on. This change is effective immediately. More boxing classes are to be added later.