Maður fær ekkert langhlauparalúkk af því að fara út að skokka í einhvern tíma dags daglega og með þessum orðum þínum ertu að ýja að því að maður verði “massaður” af því að berja í púða en það er einfaldlega bara hið argasta kjaftæði.
Annars vegar er ég ósammála þér varðandi það að boxpúði sé ekki almennt líkamsræktartæki eins og þú orðar það. Það að boxa í púða er bæði mjög góð brennsluæfing auk þess sem hún eykur styrk í efri líkama og svo jafnt fótum ef þú ert á ferðinni í kringum púðann meðan þú ert að því. Auk þess má nota þungan boxpúða í alls kyns aðrar functional æfingar svo sem hnébeygjur, til þess að æfa bodyslamm og bara ýmsar aðrar all around nytsamlegar líkamsræktaræfingar.
Þetta er alveg HRIKALEGA áhugavert sem þú ert hér að halda fram og við skulum nú aðeins byrja að kryfja þetta en ef þú ætlar að fá eitthvað meir heldur en eymsli í hnúum og höndum út úr því að berja í púða þá þarftu að virða nokkra hluti. Eins og til dæmis þann að það að lumbra óupphitaður á púða er bara einfaldlega hin argasta vitleysa en það er ekki ætlast til þess að maður noti boxpúða í neinar Jennifer Lopez æfingar. Notkun boxpúða án góðrar fyrirfram upphitunar leiðir eingöngu til óþarfa slits og tognana.
Varðandi það að margir hætti að nota þessa púða eftir eina til tvær vikur þá þekki ég jú sjálfur þó nokkur dæmi þess að þessi dýru innkaup leiði eingöngu til þess að þetta dót hangi einhverstaðar án þess að vera í reglulegri notkun og svo minntist annar aðili á hið sama á nýlegum þráð þar sem þetta var rætt. Sjálfur þá hef ég hinsvegar aldrei átt svona púða en stundaði hinsvegar blessaða hnefaleikana í einhvern áratug eða svo.
Og jú svo er þetta með útrásina, maður heyrir oft einhverja krakka eða stelpur tala um það að taka út einhverja reiði á þessum sekkjum eða eitthvað svoleiðis og það er bara alveg hrikalegt rugl svona í alvöru talað, hvaða andskotans bull ætti það að vera? Á maður að dúndra nokkrum vinstri krókum á þessa sekki og svo hníga niður á hné fyrir fram þá vælandi eða eitthvað svoleiðis? Þeir sem hafa einhverja reynslu af því að hafa æft í gymumhverfi gera sér grein fyrir því hverslags rugl er þar um að ræða.
En svo ertu að minnast á það að þú munir mæla með því að fólk noti góða vafninga en það er að sjálfsögðu eitthvað sem er mjög einfalt að gera, ekki nema 9 orð og þeim pakkanum er lokið, hitt er svo annað mál að það að vefja hendur er ákveðin list, nota þarf rétta vafninga af réttri lengd og þykkt og svo þarf náttúrulega að vefja þeim rétt en einstaklingur sem ekki hefur áður séð slíkar vefjur gerir vafalaust það eitt með þeim að búa til bolta um hendina á sér, eitthvað sem losnar og lafir nú eða vefur þá einhverju sem stöðvar alla blóðrás.
Hnefaleikavörur eru ALLS EKKI!!! almennar líkamsræktarvörur og það er engan veginn ábyrgt að markaðsetja né selja þær sem slíkar.