Ef þú hefur ekki áhuga á því að læra box þá myndi ég sleppa því að fá mér boxpúða. Það er gaman af honum fyrst, og já einstaka sinnum fínt að “blow of some steam” eins og þú segir. En þegar þú ert búinn að eiga hann í svona 1-2 vikur þá muntu lítið sem aldrei nota hann aftur. Hef séð svo hrikalega mörg dæmi um það. Frekar mikið bull samt þetta með að fá impact til baka finnst mér, en líka endalaust mikið bull að kunna ekki að kýla og vera að hamra á honum. Hef aldrei heyrt um neinn sem líður illa á að fá impact til baka af púðanum, en hef hinsvegar heyrt dæmi um stráka sem hafa úlnliðsbrotnað því þeir kunnu ekki að kýla.
Waste of money, þarft að fá þér hanska og vafningar líka, samtals myndi þetta kosta yfir 30 þúsund ef þú myndir vilja fá einhverja almennilega vöru. Svo ég mæli ekki með því að þú kaupir þér þetta nema þú ætlir að fara að æfa. Mæli samt hinsvega með því að þú byrjir að æfa, ótrúlega góð líkamsrækt að æfa box.