Hvaða mót er á næstunni í boxi? Það hljóta að koma einhver mót í fylgd með boxxinu. Ég var að heyra að það yrði Íslandsmeistaramót í mai, en ég er ekki viss. Hvernig yrði þessu skipt? Drengja/Unglinga/Fullorðnis og síðan í kg flokka?
Það verður ekki haldið mót fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár. Það sem verður gert þangað til er að þýða reglur yfir á Íslensku og þjálfa dómara. Það á líka eftir að stofna Hnefaleikasamband og ganga frá málum eins og best verður á kosið. Við skulum átta okkur á því að það er ekki hægt eftir næstum 50 ára hlé að byrja bara að keppa einn, tveir og þrír heldur verður að gera þetta allt rétt svo að við lendum ekki í vandræðum út af því að við unnum ekki heimavinnuna okkar. Það má líka segja að við verðum að fá fleiri til að æfa því að það er ekkert gaman að halda keppni með kannski 10 til 15 keppendum.
Þyngdarflokkarnir verða væntanlega eftir reglum frá Alþjóðasambandi Áhugamannahnefaleikara en við munum horfa til Svíþjóðar þar sem reglur um Áhugamannahnefaleika eru hvað strangastar í heiminum.
Vonandi hefur þú eitthvað gagn af þessu svari mínu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..