Freitas sigrar Casamayor
Acelino Freitas sigraði Joel Casamayor á stigum aðfaranótt sunnudags. Það kom nokkuð á óvart að Freitas var boxarinn mikinn hluta bardagans á meðan Casamayor var bombarinn. Þetta er andstætt venjunni því að Freitas hefur verið talinn bombari í gegnum tíðina á meðan Casamayor hefur verið þekktari fyrir fagurfræðina.