Mín einlæg skoðun eftir að hafa stundað hnefaleika í yfir 10 ár er sú að fæðubótaefni aðstoði mann nákvæmlega ekki neitt með íþróttina.
Þó svo að sterar séu auðvitað ekki beint tengdir þeirri vöru sem er boðin hér til sölu þá eru þeir sagðir vera það allra öflugasta sem maður getur neytt til þess að auka árangur sinn í íþróttum en ef við lítum á undangengin hneykslismál í hnefaleikum þar sem sterar komu við sögu þá er óhætt að segja að það líti ekki út fyrir að steranotkun hafi aðstoðað Shane Mosley í annari viðureign sinni á móti De La Hoya né að steranotkun hafi hjálpað Fernando Vargas á móti Mosley.