Ég er ekki í einum einasta vafa að Bubbi og páfagaukurinn Ómar Ragnarsson eru búnir að gera margt gott varðandi áhuga hnefaleika hér á landi, en margt mætti samt lagast varðandi umfjöllun þerra á þessari skemmtilegu íþrótt,
Það sem angrar mig mest er að það virðist eiga að vekja áhuga á útvöldum einstaklingum í hnefaleikum sem þeir einir hafa áhuga á en síðan ekki söguna meir, sennilega er það Bubbi (Bulli) sem ákveður hvað verður sýnt á sýn og hvað ekki, en ég veit til þess að aðrar sjónvarpstöðvar út í heimi gera mikið að því að fylgjast líka með nýjum stjörnum á uppleið í hnefaleikaheiminum, það er ekkert meira gaman en að fylgjast með ferli eins manns frá upphafi og þess vegna er ég hættur að nenna að hlusta á bullið í þessum mönnum sem gera sig út fyrir að vera með þekkingu og fræðslu varðandi hnefaleika, fyrir þremur árum síðan sagði ég Bulla og páfagauknum hans frá mönnum sem ættu eftir að ná langt í þungavigtinni og það sem mér sárnaði mest var þegar Bulli fór að gera grín af þessum mönnum einfaldlega vegna þess að þeir voru hvítir, það eru engir hvítir boxarar á þessari plánetu sem eiga erindi í þá bestu í þúngavigtinni. punktur!!!!þetta eru orð Bubba í beinni útsendingu fyrir tæpum 3 árum síðan
Ég get ekki beðið eftir því þegar Wladimir Klitschko sá hvíti rotar Lennox Lewis seint á þessu ári og sennilega munu einhverjir hugsa út í það sem ég er að skrifa núna þegar það gerist. Það tók mig 3 ár að troða þessu inn í hausinn á Bubba og hann er farinn að sjá þetta í dag en ástæðan fyrir því að ég skrifa hér er einföld, ég hef horft á þessa Hvítu Klitschko bræður í 3 ár á ólæstri dagskrá í gegn um gerfihnött og ég vildi óska þess að Bubbi og Ómar hefðu reynt að byggja upp stemningu í kringum þessa hvítu Klitschko bræður, í dag eru þeir sýndir í læstri dagskrá hjá stöðvum eins og premiere (þýsk) og fleiri stöðvum í Evrópu
Þessir menn munu verða heimsmeistarar í hnefaleikum mjög fljótlega, sjáið til !!!! lítið á þessa síðu.
http://fightnews.com/byrd-klitschko/
Vitali og Wladimir Klitschko eiga báðir mjög glæsileg skor en báðir hafa þeir lent í hremmingum, Vitali tognaði í síðustu keppni og varð að hætta keppni eftir 10 lotu bardaga, hann var vel yfir á stigum í þessari keppni, þetta vear fyrsta tap hans á ferlinum en hann hafði rotað alla sína 28 andstæðinga fyrir þennann bardaga og það oftast í 1-3 lotu, Wladimir hefur líka einungis tapað 1 sinni og það var hálfgert slys því hann hafði veri maðurinn á bak við undirbúning bardagans sem hann keppti sjálfur í, því fór sem fór, hann er gullverðlaunahafi í hnefaleikum á ólimpíuleikunum í Atlanta fyrir fjórum árum og hefur einkar glæsilegt skor 35-1-33ko's
Hann er að fara að keppa við Cris Bird á laugardaginn næsta og ég ráðlegg öllum sem hafa möguleika á að fylgjast með hnefaleikum í gegn um gerfihnött að fylgjast með þessum bardaga á laugardaginn næstkomandi. Bubbi og Ómar Sorry en þið eruð ekki að standa ykkur sem skyldi.