ég mæli með því að kaupa frá
www.ringside.com ég keypti allavega allt boxdótið mitt þaðan, en á þessari síðu eru gómar sem eru sér hannaðir fyrir spangir.. þú getur nefnilega fengið tvöfaldan góm sem er ekki hannaður fyrir spangir.
Allavega mæli ég ekki með því að þú farir að boxa með spangir. Þegar ég var með spangir, þá prufaði ég að sparra og fékk högg í kjálkann, hanskinn náði svona gripi á skinninu og ég reif bara risasár innan í munninum. Það var sko helvíti vont skal ég segja þér.
Síðan er það líka það að þetta getur beyglast. sem þíðir að mamma þín og pabbi/ nema þú borgir þetta sjálfur, þurfa að borga drullumikið til að laga spangirnar sem veldur því að þú þarft að vera lengur með þær.
Ráð mitt til þín er að þú sleppir við að sparra/keppa, (veit hvernig tilfinningin er ;) ). Á meðan þú ert með spangir, því að ef á heildina sé litið að þá ertu með spangirnar styttra og því styttri tími sem þú þarft að bíða til að keppa. heldur en að vera eins og ég sagði áðan, að vera alltaf hjá tannlækni..
Gangi þér allavega vel í framtíðinni í boxinu.
PS.
Kannski keppir maður e-h tíman við þig í framtíðinni :P.
Er reyndar í pásu þannig að það er dálítið í það :P