Það var einhver að tjá sig í þræðinum hérna á undan um það að hann héldi að Manny Paquio myndi vinna með unanimous decision og ég held að það sé bara ágætis spá en annars er ég meira spenntur fyrir Samuel Peters VS Jameel Mccline bardaganum því að ég býst frekar við því að það verði skemmtileg útkoma af honum. En að hugsa sér, spenntur fyrir Sameul Peters VS Jameel Mccline bardaga, það hlýtur að vera eitthvað Mjög Mjög mikið að mér. En svo er það náttúrulega sama sagan með þennan MAB VS MP bardaga, þetta er ekkert annað en hype og vitleysa, MAB í leit að auðfengnu fé. MAB átti rematch rétt við MP samkvæmt samningi eftir fyrsta bardagan þeirra en hann var bara einfaldlega hræddur eftir hann við MP og nýtti sér hann því ekki núna svo þegar það fer svona að sjá fyrir endan á ferlinum hjá honum þá er þessi bardagi prómóteraður sem einhverskonar endir á eltingaleik MABs eftir rematchi við MP, ekkert annað en bull og vitleysa.