Fáfræði er verkfæri djöfulsins og þess vegna reynum við, sem höfum mikinn áhuga á ólympískum hnefaleikum og atvinnumannahnefaleikum, að fræða fólk um ólympíska hnefaleika áður en það varpar fram svona fáfræðilegum skoðunum sem byggjast ekki á neinum rökum.
Ég t.d. er ekkert hrifinn af sundi, en ég er ekki að reyna að láta banna sund.
Ég var líka að æfa fótbolta en þurfti að hætta vegna meiðsla, en ég reyni ekki að láta banna fótbolta.
Ég sé engan tilgang í því að slá litla kúlu lengst út í rassgat og leita síðan að henni í hálftíma og svo loksins þegar maður finnur hana þá slær maður hana lengra í burtu, þetta kallast golf.
Ef fólk hefur áhuga á því þá má það stunda sína íþrótt fyrir mér.
Fólk á að hafa rétt á að velja hvað það vill. Ef ég vill “láta berja mig í hausinn” eins og þú segir, þá fer ég að æfa atvinnumannahnefaleika. Ef ég vill stunda gríðarlega erfiða, góða og heilsusamlega íþrótt þá fer ég og stunda ólympíska hnefaleika.
Ég er búinn að æfa ólympíska hnefaleika í rúm 2 ár og ég hef aldrei misst úr æfingu vegna meiðsla sem ég hlaut á æfingu. Ég hef aldrei fengið glóðurauga á æfi minni og aldrei fengið hausverk af völdum hnefaleika. Það mesta sem hefur komið fyrir mig í ólympískum hnefaleikum er að ég hef fengið blóðnasir.
Er það rosalega slæmt??
Það er GRÍÐAELEGA mikill munur á ólympískum hnefaleikum og atvinnumannahnefaleikum. Munurinn er svipaður og amerískur fótbolti og sá fótbolti sem við þekkjum hérna, ef fótboltamennirnir okkar væru með varnarbúnað þeirra amerísku en þeir amerísku engan.
Gerð var könnun á tíðni meiðsla í íþróttum og urðu ólympískir hnefaleikar í 73. sæti af þeim íþróttum. Langt fyrir ofan voru fótbolti, körfubolti, batminton, tennis, KLAPPSTÝRUR og miklu fleiri.
Minna en 1% af bardögum í ólympískum hnefaleikum enda með rothöggi.
Ólympískir hnefaleikar eru taldir besta “all over boby” íþrótt sem til er. Hún tekur á alla vöðva líkamans og það geta allir sem hafa prófað hana staðfesst.
Ef þú ert enn á móti ólympískum hnefaleikum þá skal ég leifa þér að koma að æfa með mér og þá sannfæristu um það að þetta er frábær íþrótt.
Ég vona að þú hafir haft gagn og gaman af þessari grein og látir okkur sem viljum stunda okkar íþrótt í friði.
Takk fyrir
Skúli Tyson
_____________________________________________________