þetta var bull dómur, oscar átti þennan bardaga, var miklu betri en Floyd, að minu mati allavega. Samt geðveikt góður bardagi, fyrir utan dóminn er ég fullkomlega sáttur! Pre Fightarnir voru lika góðir :p
“My name is Floyd, my name is Floyd, my name is Money Mayweather!”
Ég bjóst við að Mayweather mundi vinna áður en bardaginn byrjaði, en svo fannst mér hann standa sig ömurlega og mér finnst ótrúlegt að hann hafi unnið.
Ég trúi þessu ekki enn þá. Oscar var töluvert betri og ég var með það alveg á hreinu að hann myndi vinna… Ef Mayweather hefði tekið síðustu lotuna afgerandi þá hefði þetta verið önnur bók en Oscar átti hinsvegar síðustu lotuna og því vann hann bardagann… Rugl dómur.
oscar vann .. ég hoppaði meirasegja upp og fór að kíla í púða þegar hann sagði and NEW champion ….. svo sagði hanna pretty boy FLO'YD .. and i was like huhh
Horfið á bardagann einir með hljóðið af. Skoðið þetta högg fyrir högg og skorið bardagann. Sleppið allri tilfinningasemi og takið ekki of alvarlega þessi shoeshine í skrokkinn hjá De la Hoya. Ekki góð frammistaða hjá PBF en sigurinn var hans. De la Hoya stakk ekki nóg. Það er engum að kenna nema honum sjálfum.
Ég horfði nú sjálfur á bardagann án hljóðs í fyrsta skipti… Það var vegna þess að það heyrðist hvort eð er ekkert útaf hávaða og mér finnst ótrúlegt að Floyd hafi unnið.
Voðalega finnst mér þetta eitthvað dæmigert með Oscar. Mér finnst hann alltaf vera að tapa óverðskuldað eftir 12 lotur. Trinidad, Mosley og nú hinn drepleiðinlegi en frábæri MayWeather. Kannski að dómarar kunni bara illa við hann. Ég vil reyndar meina að hnefaleikaheimurinn hefði sko aldeilis þurft á því að halda að Oscar hefði unnið þennan bardaga. Sér í lagi þar sem hann var mikið betri í honum. Að mínu mati er þetta orðið stórvandamál í hnefaleikum. Þeir virðast stundum bara dæma eitthvað út í loftið. Ég fyrir mitt leyti er búinn að fá nóg af fáránlegum dómum og er hættur að horfa á þetta crap…Allavega í bili.
Mér fannst lýsendurinir(bubbi og gaui) halda dáldið með Oscar og voru meira í að lýsa því sem oscar gerði og slepptu oft því að seigja frá því þegar FLoyd var að hitta og svoleiðis og það gæti verið að þið hefðuð ekki tekið eftir því en mér fannst þetta sanngjarnt.
Fightnews.com sem er ein stærsta og flottasta boxsíða í heimi gaf Floyd sigurinn 116-112
Ég er sammála Ahl, ég held að flestir séu bara að horfa á bardagann í heild sinni þegar þeir eru að tala um að Oscar hafi unnið. Með því að dæma þetta lotu fyrir lotu(eins og dómararnir gera) þá er ég sammála því að Floyd hafi unnið.
Hefði samt viljað sjá Oscar vinna, hann stóð sig þó vel.
Já en ég er þá ekki alveg viss um hvaða heild þeir hafa séð. Mayweather lenti svoleiðis tonni meir af þyngra leðri en Óskar að hneykslið er kannski í sjálfu sér bara sú staðreynd að hann hafi eingöngu fengið split decision.
Mér fannst Óskar standa sig alveg ömurlega satt best að segja og skil bara eiginlega ekkert í þessari framistöðu hans, kannski að þetta sé svona eitthvað ploy til þess að búa til rematch en já efast samt um að nokkur maður hafi nægilega stóra steina til þess að láta lumbra á sér í 12 lotur til þess eins að búa til eitthvað rematch þannig að ætli málið sé ekki bara að Óskar sé orðinn hasbeen og þurfi að fara að hætta þessari vitleysu.
Oscar vann punktur. Ég meina PBF er geðveikur boxari en sýndi ekkert til að impressa mig nema í síðustu 2 lotum, þegar aumingja oscar var orðinn þreyttur enda ekkert smá iðinn… PBF var klestur upp við kaðlana meiri hlutann af bardaganum og það að kýla í hanskana hjá hinum er ekki að skora stig… Ég skoraði 8 - 4 fyrir gullstráknum…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..