Calzaghe var sigurstranglegri og betri boxari, en hann hefur farið allar loturnar tólf með mörgum verri en Manfredo. Það að láta slá sig svona í axlirnar gerir nákvæmlega ekki neitt. Þetta er bara eins og að fá nudd. Eina hættan sem var á ferðum væri ef Manfredo YRÐI að slá til baka. Þá væri hann fyrst opinn fyrir gagnhöggi.
Calzaghe slær mikið með opnum lófanum, enda tókst honum að brjóta á sér höndina í þessari síðustu lotu. Ef þú hefur séð mikið af fyrstu bardögum Calzaghe sérðu að hann vann þá næstum alla á TKO (þess fyrir utan aðeins 2 KO og 1 stigasigur áður en hann vann titil). Dómarinn stöðvar viðureignina á meðan gæjinn er í sömu stöðu og Manfredo var.
Calzaghe er með mjög snöggar hendur sem leyfir honum að gera svona, en það er fáránlegt að stoppa titilbardaga á þennan hátt. Manfredo er að keppa aftur nú um helgina því það var nákvæmlega EKKERT að honum. Ég fylgdist með honum æfa fyrir þennan slag og veit að strategían var að veðra storminn í fyrstu 4-5 lotunum og bíða þangað til Joe færi á hjólið þegar hann sæi að Pete væri ekki að fara neitt (eins og hann á til að gera). Calzaghe var kannski búinn að lenda tveimur ágætum höggum í öllum bardaganum þegar hann var stöðvaður.