Ég er búin að vera undanfarnar vikurnar að æfa stíft fyrir box mót í febrúar. En það vildi svo til að í dag þegar ég var úti að skokka að þá byrjuðu kálfarnir á mér að loga, eins og það hefði verið kveikt í þeim, og var sársaukin bara í þeim. Var búin að hlaupa svona um 500m þegar þetta gerðist, en ég harkaði þetta af mér og kláraði hringinn. Síðan þegar ég fór að athuga málið aðeins betur eftir að ég var búin að hlaupa, og verkurinn var mest allur farinn að þá eru kálfarnir á mér á við Grjót. Vöðvinn er bara stífur og harður. En þetta er ekki svona eins og harðsperrur. Og ég teygji alltaf eftir hverja æfingu og allt það, þannig að þetta getur ekki verið harðsperrur.. Mér datt í hug að vöðvinn væri rifinn eða bólginn? Er sko að panica alveg helling yfir því að ég hafi gert eitthvað við kálfana á mér og líka það að ég vil ekki þurfa að draga mig úr keppni því að ég er búin að æfa svo mikið fyrir hana.


Ef einhver hérna sem hefur lent í þessu eða kannast eitthvað við þetta. Endilega segja frá því. Verð nefnilega að komast í botn á þessu.
-