Tekið af http://www.hnefaleikar.com/
Hnefaleikakona ársins 2006
Ingrid Maria Mathisen var útnefnd Hnefaleikakona ársins 2006 í hófi á vegum Í.S.Í 28. desember síðastliðinn.
Ingrid Maria náði ekki bara þeim frábæra árangri á árinu að verða fyrsti Íslandsmeistarinn í hnefaleikum frá því þeir voru leyfðir aftur eftir rúmt 50 ára bann heldur varð hún jafnframt fyrsta konan til að verða Íslandsmeistari í sögu íþróttarinnar hér á landi. Auk þess sigraði hún nú í haust annars vegar á stóru móti í Gautaborg þart sem hún tók 2 bardaga og hins vegar á móti í Danmörku. Við þetta má svo bæta að hún hefur unnið mikið starf til þess að kynna íþróttina og er annar tveggja Íslenskra hnefaleikakeppenda sem hafa unnið 5 skráða bardaga á þessu ári, sem er besti árangur Íslenskra keppenda. Ingrid Maria er hnefaleikaíþróttinni, félagi sínu og síðast en ekki síst sjálfri sér til sóma hvort heldur er í keppni eða leik. Við óskum henni til hamingju með titilinn hnefaleikakona ársins 2006.