ÉG skrifaði þessa grein í sumar en hún var ekki birt þannið að ég ætla bara að senda hana inn á huga í staðinn.
Saga Hnefaleika.
Elstu fornleifanar sem sanna hnefaleika iðkun eru frá 4000 fyrir krist en box iðkun varð ekki algeng fyrr en í kringum 1500 fyrir krist í Grikklandi og nágranna löndum þess. Konungar og aðalsmnn skemmtu sér við að horfa á hnefaleika bardaga upp á líf og dauða og svo varð box, sem var kallað Pygme eða Pygmachia, að ólympíuíþrótt árið 688 fyrir krist. Keppendur börðust með vafða handleggi og hendur til að forðast meiðsli en voru að öðru leiti algerlega naktir. Hnefleikar urðu fljótlega vinsælir í Rómarveldi og börðust þrælar og refsifangar í hringaleikahúsum, stundum börðust frjálsir menn líka og íþróttinn varð fljótlega svo vinsæl að jafnvel valdamenn fóru að berjast sér til skemmtunar. Hnefaleikar voru bannaðir 500 eftir krist.og gleymdist fljótlega eftir fall Rómaveldis. Hnefaleikar komu aftur fram á sjónarsviðið snemma árið 1713 í Bretlandi. Á þessum tíma voru engar skráðar reglur í hnefaleikum og barist var með berum hnefum. Þangað til 1743 mátti kýla andstæðingin fyrir neðan beltistað,bíta og skalla hann en þá komu nýjar reglur um iðkun hnéfaleika. Jack Broughton,
Sá sem fann upp á nýju reglunum, var hnefaleika meistari sem fannst íþróttin vera of gróf og vildi fækka meiðlsum og dauðum. Broughton fann líka upp á boxhönskunum, sem voru á þeim tíma bara notaðir í æfingar og sýninga keppnir. Árið 1867 urðu svo kallaðar ,,Marques of Queensbury” reglur til. Hver lota átti að vera þrjár mínútur með einar mínútu hléi inn á milli lotna. Það var fundin upp ný tegund af hösnkum sem voru nú notaðir í alla bardaga og skipt var keppendum í þyngdarflokka. Margir stunduðu en berhnefa hnefaleika þangað til 1882 þegar lög voru sett um að hnefaleikar án hanska teldust sem líkamsáras þó að þetta væri með sammþykki báðra aðila. ,, Gentleman Jim” Corbett var fyrsti þungaviktar meistarinn undir nýju reglunum árið 1892. Hann sigraði John L. Sullivan á Pelican íþrótta klúbbnum í New Orléans.