Toney hefur barist sem atvinnumaður frá árinu 1988 árið 1998 steig hann hinsvegar ekki inn í hringinn. Að því ári undanskildu hefur hann barist allavegana einu sinni á ári frá því að hann byrjaði að berjast sem atvinnumaður og því myndi mér langa til þess að heyra meir um það hvað þú ert að vitna í þegar þú minnist á það að Toney hafi hætt lengi í boxi.
Toney var ásakaður um steranotkun eftir bardaga hans á móti Johnny Ruiz en það verður að teljast ólíklegt að hann hafi notað sterana til þess að létta sig þar sem hann þyngdist um heil tvö komma sjö kíló milli þess bardaga og bardagans á undan. Hitt er mun líklegra að hann hafi notað þessi efni til þess að bæta á sig meiri vöðvamassa svo hann væri betur undir það búinn að takast á við stærri mann.
Þú ættir aðeins að fara betur yfir það sem þú ert að skrifa “bardaginn við Jirov var fyrir tveim lotum” en hvað með það, þú verður að átta þig á því að Jirov er og var mjög hættulegur boxari, hann vann gullverðlaun á ólempíuleikum og honum var veittur Val Barker bikarinn sem besti boxari þeirra ólempíuleika. Það má vel vera að Toney hafi verið orkulítill í síðustu lotunum á móti Jirov en það eitt að komast í síðustu loturnar á móti Jirov er stórt afrek og þess skal getið að Toney vann þann bardaga.
Peningarnir eru ekkert í þungaviktinni, Toney fengi án efa borgað svipað ef ekki mun meira en hann fékk fyrir að berjast við Samuel fyrir að takast á við Bernard Hopkins, Glen Johnson, Joe Calzaghe eða þá kannski Roy Jones.
En það sem Toney er núna að horfa á er að hann hefur tapað sínum síðustu tveimur bardögum já hann átti ekki jafntefli skilið á móti Rachman en ástæðan fyrir því að hann er að tapa þessum bardögum er sú að hann er að berjast við alltof stóra boxara og ef hann heldur nú áfram að tapa bardaga eftir bardaga í þungaviktinni þá verður ekki langt í það að fólki mun einfaldlega ekkert langa til þess að sjá berjast yfir höfuð og þá verður ekki mikið upp úr þessu að hafa fyrir hann.
Toney getur létt sig og hann getur haft alveg jafn mikið upp úr því að berjast í léttari þyngdarflokkum þannig að hann ætti ekkert að vera að standa í þessu veseni.