Maðurinn sem ég man ekki hvað heitir í Bláa liðinu sem skoraði á Ballisto, var í kringum 170-175, svoldill köggull en ekki jafn höggþungur og Ballisto. Record 14-2 og sex rothögg.
Jæja bardaginn hófst, þetta var slagur unglingsins af götunni gegn, að því er kom fram ágætlega efnuðum manni. Ballisto virkaði hins vegar ryðgaður og hinn gekk á lagið og tók hann í fyrstu lotunni 10-9. Svo hélt Ballisto fjarlægð og náði sér betur á strik enda lengri og meiddi hinn eitthvað aðeins. Þriðja lotan var á svipuðum nótum og sú önnur, Ballisto var betri en rothögg ekki líklegt og þetta var ennþá í svolitlum járnum. Fjórða lotan, Ballisto spilaði þessu gjörsamlega frá sér, fór í návígi og hinn með styttri hendur barði vel frá sér og átti sigurinn vísann í þessari lotu. Á þessum tímapunkti hélt ég að Ballisto væri að spila þessu frá sér. Í næstu lotu hljóp svo Ballisto beint í návígi(Hvað í andskotanum) sem var úrslitalotan, fann Ballisto taktinn og var a ðhitta úr fleiri höggum en fyrr í bardaganum þar sem hann átti rosa neglur sem einfaldlega hittu ekki nálægt bláa gaurnum. Eftir flotta lokalotu þar sem Ballisto minnti mann svolítið á Sugar Ray þegar hann setti hendurnar sitthvoru meginn við hinn og hreyfði bakið á fullu, og fylgdi að sjálfsögðu eftir með höndunum. Sá lokakafli bjargaði Ballisto, blái gaurinn hefði þurft að kýla hann á móti í lokin og þá hefði hann vel getað unnið. Ballisto vann 49-48 hjá tveim dómurum en einn dómarinn dæmdi hinum sigurinn 49-48 einnig. Ég held að ef Ballisto finni formið, gæti hann komist langt því hann hefur hæð og styrk umfram aðra(reyndar ekki viss hvor er sterkari K9 eða hann) og ef höggin hans rata og hann heldur fjarlægð ætti enginn að geta stoppað hann þarna. Hinn hins vegar, er bara hjartað. Hann hefur ekkert umfram hina nema hann barðist bara áfram og gafst ekki upp og fyrir það fær hann stóran plús enda tæpur á að tapa kallgreyið.
Annars ætla ég að fjalla um Contender framvegis :D
Kv. cry sem slæst til að gleyma
Rök>Tilfinningar