Nei, maður byrjar ekki alltaf fléttur með vinstri. Ef að maður byrjar allar fléttur með vinstri þarf andstæðingurinn ekkert að hugsa um að verja hægri kinnina hjá sér þegar að maður byrjar fléttur.
Margir af þeim sem kjósa í þessari könnun eru ekki boxarar og slá bara ítrekað með sterkari hendinni þegar að þeir þurfa að slá eitthvað eða einhvern.
Maður byrjar samt langflestar fléttur (ætla bara að nota orðið sem þú notaðir) með vinstri. Ekki bara útaf því að maður lærir það lang fyrst, en líka útaf því að maður er oft rosalega þreyttur og er ekki alltaf með jafn kaldan hausinn til að hugsa sig betur um og gera það flóknara fyrir andstæðinginn. Síðan mætti halda að könnunin kæmi líka götuslagsmál við, sem það ætti alls ekki að gera..
Ég held að flestir góðir boxarar geti hugsað eins og stórmeistarar í skák þótt að þeir séu tussuþreyttir.
Ástæðan fyrir því að ég samþykkti þessa könnun var sú að mér fannst vera kominn tími á nýja könnun og enginn annar hafði sent inn betri könnun og þess vegna vill ég nota tækifærið til að HVETJA FÓLK TIL AÐ SENDA INN EFNI !!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..