Sammála þessu.
Þetta var of mikið powerplay á mörgum og sumir ætluðu að rota andstæðinginn oftar en einu sinni.
Kom mér samt verulega á óvart hvað minna reyndu strákarnir sýndu skemmtilega takta, flotta tækni og oft fínt box en mér fannst Stebbarnir eiga sviðið í þessari keppni, og loksins sýndi Breiðfjörðinn hvað í honum býr allan bardagann og er vel að titlinum bardagamaður kvöldsins kominn.
Hinsvegar fundust mér úrslitin í síðustu tveimur bardögunum orka tvímælis, sér í lagi þeim næstsíðasta.
Það er ekki hægt að gefa sigur fyrir það eitt að pressa, menn verða að HITTA líka og það var ekki að sjá í flestum tilfellum, en ég ítreka, að það er MITT mat sem áhorfandi.