Kæra hnefaleikaáhugafólk.
Ágústa Hera heiti ég og er formaður Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar.
Mig langar til að svara þeim skrifum sem búin eru að vera um okkar félag inn á Huga.
Ég vil þakka fyrir hrósið með frábært mót. Allavega erum við mjög ánægð með þetta og viljum trúa að vel hafi til tekist. Það var rosalega gaman að sjá og upplifa stemmninguna sem myndaðist á svæðinu hjá okkur. Þetta var bara alvöru íþróttamót.
Vegna breytinga hjá FH er ekki alveg ljóst með aðstöðuna eins og er en það mun alltaf verða aðstaða. Ýmsar umræður í gangi. HFH er komið með aðild að íþróttabandalagi Hafnarfjarðar og er komið til að vera.
Vegna auglýsinga fyrir mótið, það voru bara okkar mistök. Við erum ný í þessu og erum að læra. Athugasemdir og ábendingar eru vel þegnar (sjá netfang hér neðar).
Við erum að koma okkur upp póstlista sem við munum senda á allar fréttatilkynningar og uppákomur. Sendið okkur póst ef þið viljið vera á þessum lista.
Ef það eru einhverjar spurningnar þá endilega sendið okkur línu.
Netfangið er
hfhboxing@hfhboxing.com.
HFH er í því að setja meira og meira inn á heimasíðuna og þar mun einnig koma fram markmið HFH og það sem við stöndum fyrir. Fylgist með á
www.hfhboxing.com.
Með góðri kveðju.
Ágústa Hera.
(sett inn fyrir Ágústu af spiros)