Þórður “Doddy” Sævarsson komst í úrslit á stóru fjölþjóðlegu móti í Gautaborg nú um helgina. Þarna voru um 400 keppendur frá 30 evrópskum klúbbum. Á fjögurra ára fresti er þetta mót úrtökumót fyrir Ólympíuleika.
Doddy lagði fyrri andstæðing sinn með yfirburðum eftir fjögurra lotu viðureign og mætti svo í úrslitum norska meistaranum Mahdi Mohseni frá Oslo BK. Mohseni er með rúmlega 100 bardaga á ferlinum og voru menn vissir um að hann myndi bara pakka Dodda saman. Doddy hélt nú ekki og háði hnífjafna orrustu gegn norðmanninum og tapaði naumlega 2-1. Það skyldu aðeins örlítil þreyta og klaufamistök kappana að þegar yfir lauk. Oslo BK er einn allra sterkasti klúbburinn á norðurlöndum og voru heildarsigurvegarar á mótinu. Þeir bókstaflega rökuðu inn verðlaunum.
Doddy var ánægður með árangurinn svona snemma á tímabilinu og kom alfarið skrámulaus úr rimmunni. Vonandi sleppur hann við handarmeiðslin þrálátu sem plöguðu hann á síðasta tímabili. Doddy varð annar á Danska Meistaramótinu í mars og stefnir nú á titilinn (léttvigt, 60 kg) á nýju ári.