Þá er stærsta hnefaleikafélag landsins loksins að komast á skrið aftur eftir sumarið. Hér eru allar helstu upplýsingar um æfingarnar (teknar af síðunni www.hnefaleikar.is )
Starfsemi HR fer á fullt skrið aftur eftir sumarið nú um næstu mánaðamót. Ekki er um eiginleg námskeið að ræða heldur opna tíma með þjálfara og getur því hver sem er byrjað hvenær sem er - þarf því ekki að hringja á undan og skrá sig.
Boðið er upp á tíma fyrir börn undir 12 ára, unglinga 13-15 ára og einstaklinga 16 ára og eldri. Engin aldurstakmörk eru í ólympíska hnefaleika og nú þegar eru að æfa hjá okkur einstaklingar frá 6 ára upp í fimmtugt.
Stundataflan verður með svipuðu móti og síðasta vetur. Allir tímar fyrir 13 ára og eldri eru kenndir þrisvar í viku en 12 ára og yngri tvisvar. Tímunum er skipt niður eftir aldri en auk þess er tímanum fyrir 16 ára og eldri skipt í byrjendur og framhald.
Verð í almennt box er eins og hér segir:
16 ára og eldri - 19.500 kr. fyrir 4 mánuði
13 - 15 ára - 15.000 kr. fyrir 4 mánuði
10 - 12 ára - 12.000 kr. fyrir 4 mánuði
Stakur tími - 1.000 kr. sem gengur upp í kort
Einnig verður boðið upp á Boot Camp Fitnessbox á morgnana en fyrirspurnir og nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag er að finna á heimasíðunni www.bootcamp.is.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga til að mæta og komast í kynni við frábærlega skemmtilega íþrótt sem eykur úthald, styrk og snerpu auk þess að halda brennslunni í hámarki.
Frekari upplýsingar um ólympískt box, keppnir á Íslandi og aðstöðu HR má finna á heimasíðu félagsins www.hnefaleikar.is .