Oftast ef sparr endar með “óhappi” er það oftast vegna þess að fólk er að stelast til að sparra án alminnilegrar umsjónar eða reynslulítill leiðbeinandi er til staðar.
Þegar ég er að tala um traust milli tveggja boxara, þá er það auðvitað ekkei 100% það getur klikkað. t.d ef eitt högg læðist inn eða annar er aðeins betri, hinn pirrast, kýlingar verða fastari og fastari og hlutirnir enda í slugfesti. þá er t.d. engin til að stoppa fíflalætin eða halda boxurunum á mottunni og slys gerist.
ahl, þú talar um persónulega reynslu, því miður þá get ég ekki tekið mikið mark á henni því ég veit að þú hefur verið sleginn niður nokkrum sinnum í hringnum af aðilum sem vilja sýna fram á að stílinn þinn sé verri en þeirra, því hann er jú.. nokkuð sérstakur.
icebox, ég er samála, fólk ætti að eiga sinn eigin búnað, það eru draugasögur að box sé með dýrari sportunum. Sjálfur hef ég verið í hokkí, hestamensku, fótbolta, handbolta og jaðarsportum. Það eru borguð félagsgjöld, svo er keyptur búnaður sem endist og þarf ekki að endurnýja reglulega. Fjármagnið sem fer í þetta er undir meðalagi finnst mér. Fólk sleppir einmitt að nota búnað ræktana vegna þess að hann er “sveittur” eða lýti illa út. Það ætti að vafra aðeins á netinu og gá hvað er til.
Svo tel ég það samt sem áður skemmtilegra fyrir fólk að sparra með minni hanska, nýta hraða ekki kraft, vera með opin hnefa, draga höggin til baka OG góða umsjón. Frekar en að nota stóra hanska sem minka snerpu,hraða (og jú umrædda höggþyngd) Vill fólk ekki annars sjá árangur æfinga sinna í hraða,snerpu og vel útfærða cominations heldur en að láta 16/18 hanska fela það.
svo svona síðast, þá er ég EKKI að tala um byrjendur, því auðvitað eiga þeir að vera með 100% öryggi í fyrirrúmi, bæði könnunin og pósturinn hérna er beint til þeirra sem eru lengra komna til að hafa það á hreinu