Henry Armstrong Einn blandaðasti maður sem uppi hefur verið í Boxinu Henry Armstrong

Fæddur:12.desember 1912.
Látinn:23.október 1988.
Þjóðerni Bandarískur.
Gerðist atvinnuboxari árið 1931.
Heimsmeistari í:a) fjaðurvigt 1937-1938,
b) léttvigt 1938-1939 og e) veltivigt 1938-1940.
Sigrar:151.Ósigrar:21.Jafntefli:9.Ko:101

Henry Armstrong eða Henry Jackson, eins og hann hét með réttu, var sá ellefti í röðinni af fimmtán systkinum; blanda af svertingja og Cherokee indíana með írskt blóð fossandi í æðum. Hann byrjaði kornungur í boxinu og vann þá fjölmarga verðlaunagripi sem hann seldi jafnharðan til að þessi stóra fjölskylda hans ætti fyrir mat. Heimilinu munaði um hverja krónu þegar metta þurfti marga munna.
Henry ,,Homicide Hank'' Armstrong var heimsmeistari samtímis í þremur þyngdarflokkum þegar aðeins voru átta þyngdarflokkar í það heila boxinu. Það er svo einstakt að það verður ekki leikið eftir. Hann var rothöggameistari með sannkölluð drápshögg og þvílíkt úthald sem gerði honum kleift að slá hverja einustu sekúndu í hverri einustu lotu. Armstrong var mannleg vindmylla sem enginn gat stöðvað þegar hann stóð á hátindi ferils síns.
Því miður lenti Henry Armstrong í höndunum á svikulum umboðsmönnum, sem sáu til þess að hann fékk ekki þau laun er honum bar. Tekjurnar voru í engu samræmi við árangur hans í hringnum. Þá sökk hann djúpt niður í eiturlyfjaneyslu og brennivínsdrykkju eftir að hnefaleikaferlinum lauk og ekki bætti það efnahaginn. Hann náði sér þó að einhverju leyti upp úr þessu volæði, gerðist prestur og tók aftur upp skírnarnafn sitt, Henry Jackson.
Henry Armstrong, eða öllu heldur Henry Jackson, endaði ævi sína í sárustu fátækt - staurblindur - árið 1988, þá aðeins tæplega fimmtíu og sjö ára gamall.