Jake Lamotta
Fæddur: 7.október
Þjóðerni:Bandarískur.
Gerðist atvinnuboxari árið 1941.
Heimsmeistari í millivigt: 1949-1951.
Sigrar:83. Ósigrar:19. Jafntefli:4. Sigrar á rothöggi:30.
Jake Lamotta hafði óhugnalegan sigurvilja og virtis ónæmur sársauka. Tæknilega séð var hann
ekki góður boxari, en hann bætti það upp með hráum styrk. La Motta var gerður ódauðlegur í
óskarsverðlaununamyndinni Raging Bull, en þar fór Robert De Niro með hlutverk hans. Jake La
Motta varð fyrstur til þess að sigra Sugar Ray Robinson, en fyrir honum tapaði hann síðan
og missti við það heimsmeistaraitilinn; tveimur árum eftir að hafa náð titlinum frá
Frakkanum Marcel Cerdan. Jake LaMotta ferðast nú um og heldur fyrirlestra, eða öllu heldur
treður upp, við ýmis tækifæri.