Svona svona….þið verðið að lesa allan textann áður en þið stökkvið upp nef ykkar.
Af hverju líkar mér eða er illa við Oscar?
Mér er svo innilega á engan hátt illa við manninn, en mér gremst mjög hversu erfiður og þrjóskur hann hefur verið í öllum samskiptum, í öllu samstarfi og hversu mikið það hefur verið látið bitna á YKKUR!
Sumt fólk er bara þannig gert að það hugsar fyrst um sinn hag, síðan hagsmuni heildarinnar og ég held að þið séuð bara ekki nógu upplýstir um hversu mikið vandamál þetta hefur verið innan ykkar raða.
Hjá okkur hefur það aldrei verið vandamál að vinna með hinum klúbbunum, þjálfurum þeirra eða öðru fólki sem tengist þeirra starfsemi og það samstarf hefur verið frekar náið en hitt, td hefur fólk frá okkur verið að fara erlendis og þjálfari annars félag séð um viðkomandi í keppni.
Strákar, hafiði eitt á hreinu góður keppnismaður nú eða þá hefur ekkert með það að gera hvernig þjálfari, persóna eða karakter viðkomandi verður.
Það er ekkert samhengi þar á milli.
Fólk aðlagast mjög misjafnlega breyttum aðstæðum, samfélagi og lifnaðarháttum, það sýnir sig í mörgum útgáfum samfélagsins alls.
Ég held hinsvegar að þið hafið þá skoðun á okkur hinum að við séum búnir að vera “vondu kallarnir”
gagnvart Oscari, þó svo að það hafi nánast allt verið gert til að reyna greiða götu hans með að
halda góðu samstarfi, það var hans ákvörðun að slíta sig í burtu og fara í rekstur hnefaleikaklúbbs upp á eigin spýtur, en til þess að gera það þarf ekki bara góðan vilja og ásetning, þú verður að vera sveigjanlegur til samstarfs, það hefur bara verið mikil brotalöm þar á, því miður.
Ég ætla því að spyrja ykkur einu sinni en.
Hefur Oscar spurt ykkur hvort þið viljið taka þátt í næsta stóra móti, hann sagði NEI, lagði hann dæmið einhverntíman niður fyrir ykkur?
Svar óskast.