Þó svo að þetta tengist boxi ekki beint þá ákvað ég að senda þetta inn á þetta áhugamál líka. Vona að einhverjum finnist þetta vel til fundið, þeir sem hafa eitthvað á móti MMA (blönduðum bardagalistum) geta bara hunsað þetta
síðan mma.is er komin í gagnið, þar munum við fjalla um MMA íþróttina í heild sinni og koma með fréttir og lýsingar af Pride, UFC og jafnvel fleiri keppnum ásamt ítarlegri umfjöllun um skyldar greinar á borð við K-1 og Abu Dhabi, og að sjálfsögðu reyna að stuðla að uppbyggingu MMA á íslandi. Ef að ykkur langar að vera með sendið mér póst á einar@mma.is og lýsið hvað þið getið gert, sérstaklega vantar okkur mann sem getur adminað hugsanlega spjallsíðu okkar, + fleiri greinaskrifara.
Kíkið á mma.is, það er nú ekki mikið inni á henni akkúrat núna en greinarnar munu streyma inn á næstu dögum og nú þegar eru komnar inn myndir frá No Retreat, No Surrender 2 sem fram fór í Valsheimilinu um síðustu helgi. Einnig er þar að finna upplýsingar um mjöööög spennandi námskeið sem haldið verður seinnipartinn í ágúst með Brazilian Jiu-Jitsu svartbeltinu og Fuctional Jeet Kune Do meistaranum Matt Thornton sem að hefur þjálfað MMA kappa á borð vil Randy Couture og fleiri. Hvort sem að þið eruð júdómenn, boxarar eða hvað sem er getur þetta námskeið gagnast ykkur í að opna ykkur nýja sýn á íþróttina ykkar og hvernig hún tengist almennri sjálfsvörn yfirhöfuð.
Með von um að ykkur líki þetta framtak!
Einar Á Friðgeirsson
Ritstjóri MMA.IS