Ég held reyndar að flestir hafi ekki látið þetta kókaínsmygl hafa neikvæð áhrif á hvernig þeir hugsa til ykkar boxara. Flestir sem nota þetta gegn ykkur voru á móti ykkur fyrir og það er hávær hópur en samt í minnihluta. Fjölmiðlar sjá náttúrulega bara æsifrétt og nota sér tækifærið. Ég held að þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur, þetta er flott og skemmtileg íþrótt og það sjá það flestir þrátt fyrir einhver skakkaföll. Mér finnst þið bara standa ykkur vel í heildina í að díla við þetta og óska ykkur góðs gengis.
Fólk er ekkert svo heimskt og veit vel að þessir kókhausar endurspegla ekki meðalboxarann á Íslandi.
Taekwondo kveðjur.