http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=72862&e342DataStoreID=2213589<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>04.12.2003 07:41
Hnefaleikamenn í landsliðbúningum teknir með kókaín
Ellert B. Schram, formaður íþrótta - og Ólympíusambands Íslands, segir að það sé forkastanlegt að menn klæddir íslenska landsliðsbúninginum skuli verða uppvísir að stórfelldu kókaínsmygli. Tveir karlmenn sem báðir tengjast hnefaleikafélögum voru á þriðjudag teknir í Leifsstöð með 400 grömm af kókaíni.
Í Morgunblaðinu kemur fram að annar mannanna sé hnefaleikaþjálfari í fullu starfi. Þeir voru að koma frá Amsterdam á þriðjudag þegar lögreglan handtók þá. Við leit á þeim fundust 400 grömm af kókaíni sem þeir höfðu komið fyrir í endaþarmi. Einnig voru þeir með tollskyldan hnefaleikavarning fyrir um 3-400.000 krónur sem ekki hafði verið greitt að fullu af. Við komuna voru þeir klæddir landsliðsbúningum sem merktir voru Íslandi og með íslenska fánanum.
Ekki var talin þörf á að krefjast gæsluvarðhalds vegna þess að mennirnir hafa báðir virðurkennt vörslu kókaínsins.
</i><br><hr>
Síðan hvenær var til íslenskt landslið í hnefaleikum ?? Svona “fréttamennska” er til skammar.