Vissulega er þetta slys tækifæri sem andstæðngar hnefaleika taka fegins hendi sbr Katrín Fjeldsted og fleiri sem finna mikið til sín þessa dagana í kjölfar þessa slyss.

Ég hef náð að hlusta á nokkrar umfjallanir í útvarpi og sjónvarpi um þetta mál og finnst mér bera hæðst hversu vel Guðjón þjálfari hefur málefnalega svarað þeim árásum sem þessi nýja íþrótt verður óhjákvæmilega fyrir.
Hnefaleikar er eins og við vitum öll ekki hættulaus fremur en margar aðrar íþróttir og auðvitað er það sárt að þessi atburður skyldi gerast.

Það sem mestu máli skiptir er þó að umræður hvað þetta slys varðar verði til þess að menn t.d. hér á vefnum tjái sig en gerist samt sparari á oft fíflalega og ómaklega umræðu hvað varðar þetta slys.

Aulafyndni á ekki við í þessu tilviki og eðlilegra er að geyma hana um sinn. Einnig ber að spara dylgjur að sinni um ólögleg högg, ofl. Þetta kemur allt í ljós og verður væntanlega skoðað.

Réttara er að áhugamenn um hnefaleika bíði eftir að blöð og ljósvakamiðlar geta ekki lengur gert umfjöllunina að söluvöru og að menn standi saman og fylki sér á bak við góðan málsvara sbr t.d. Guðjón, þjálfara.

Að lokum er kannski rétt að spyrja hvort að eihver hafi heimsótt Ara og hvernig hann hefur það?