Ég sótti um admin aðgang hérna á Boxinu fyrir einhverjum 3-4 mánuðum síðan eða svo. Hélt að blessaðri umsóknini hefði bara verið hafnað án skýringa.
En hvað um það, maður hefur víst verið “hækkaður í tign” og það er auðvitað ekkert annað en hið besta mál.
Í umsókn minni um admin aðgang tók ég meðal annars fram að ég væri áhugmaður um hnefaleika og að ég hefði stundað þá með hléum frá 1997. Ég tók einnig fram í henni að aðal ástæða umsóknar væri sú að ég teldi jákvætt að þetta áhugamál hefði fleiri en einn admin.
Ég sagði það hér fyrir einhverjum mánuðum síðan að ég ætlaði að snúa mér aftur til æfinga, sú varð ekki raunin. En nú fer hinsvegar að styttast í það að maður fari að koma sér aftur í form og að sparra.
Ég hef ætlað mér undanfarið að tjá mig eitthvað af ráði um nýskeða atburði í Íþróttini og þá sérstaklega atvikið í Vestmanneyjum, en ætla að láta það bíða þar til ég ber atvikið sjálfur augum.
Annars fannst mér ég bara þurfa eitthvað að tjá mig í tilefni þess að ég er orðinn stjórnandi á þessu áhugamáli.
Með kveðju,
Alexande