Sextán ára piltur var fluttur meðvitundarlaus á Landspítala - háskólasjúkrahús eftir að hann hné niður á knattspyrnuæfingu í Breiðholti í Reykjavík um klukkan hálf átta í kvöld. Drengurinn hné skyndilega niður á æfingunni og fékk krampa um allan líkamann. Svo vel vildi til að slökkviliðsmaður var staddur í húsinu og hóf hann þegar í stað lífgunartilraunir.
Að sögn læknis á bráðamóttöku hafði drengurinn óreglulegan hjartslátt en eftir lífgunartilraunir slökkviliðsmannsins var hjartslátturinn orðinn reglulegur á ný. Ekki er ólíklegt að með þessu hafi hann bjargað lífi drengsins, segir læknir á bráðamóttöku. Sjúkrabíll var sendur á vettvang og var hann kominn innan skamms.

Þegar drengurinn kom á sjúkrahúsið var hann enn meðvitundarlaus. Hann gekkst undir hjartaþræðingu á sjúkrahúsinu og er haldið sofandi

(tekið af mbl.is)

Og svo er verið að segja að box sé hættulegri en aðrar íþróttir.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius