Jones vann, það er ekkert flóknara. Ef þið lesið yfir Compubox tölurnar (tölurnar yfir fjölda högga) þá sjáiði að Tarver var einungis að skora með stungum, og það er einfaldlega ekki hægt að vinna bardaga á stungum, það komu 3 eða 4 lotur þar sem Taver skoraði 5 eða undir í krafthöggum og ein sem hann skoraði bara ekki eitt einasta.
Jones er vanur því að fara í kaðlana og gerir það í nánast hverjum einasta bardaga, gerði það meðal annars á móti Ruiz, og Tarver skoraði mjög lítið þótt hann hafi slegið mikið, Jones tók þetta meira og minna allt á hanskana.
Auðvitað var Jones ekki jafn sannfærandi og maður á að venjast og hann leit vissulega ekki vel út. En maðurinn afrekaði samt það sem fæstir hafa gert, en það er að taka af sér 8 eða 9 kíló af hreinum vöðvamassa (Nánast algjört prótein og kolvetnissvelti) sem dróg gríðalega úr honum. Þetta var ahns allra versta frammistaða en honum tókst samt að vinna nokkuð örugglega og það á móti sínum sterkasta andstæðin í þessum þyngdarflokki, það ætti að segja mikið um getu þessa mans frekar heldur en að einblína bara á það að hann hafu hugsanlega næstum því tapað eins og erlenda pressan er að gera.<br><br>—–
[Life sucks and then you die!]