Það er náttulega bara mín skoðun MrJakob, og allt í fína að það
sé einhver vísir af slíku innan veggja stövanna, við stunduðum
box í Kramhúsinu t.d. á “bannárunum” en athugaðu annað, Til
að geta talist gjaldgengur til keppni þarftu að koma frá félagi
sem er skráð sem hnefaleikafélag, vera innan vébanda ÍSÍ og ég
er ekki að sjá að það sé að gerast inn á stöðvunum.
Já ég myndi líka telja að fólk sem fer í þetta með keppni í huga
þurfi að hafa aðstöðu við hæfi Þ.á.m. hring, svo er annar vinkill
á málinu, það er samkeppnin við þessar stöðvar sem eru að nýta sér
boxið til að geta selt fleirri kort, eðlilega á kostnað kúnnans
sem fær minimum aðstöðu og kennslu, enda eru þessir tímar oftast
nær ekki nema rétt klukkutíminn og fara fram inn í eróbiksal.
Það er þá spurningin um hvort hnefaleikafélögin safni ekki saman
öllum notuðum reiðhjólum sem þau komast yfir, og hækki þau
upp að aftan og bjóði upp á spinningtíma, á “low budget”
basis, eins og stöðvarnar gera með boxið.
Hvað finst þér…..?