Ok, þetta á eftir að hljóma frekar neikvætt en allaveganna…
Ok, fyrstu þrír bardagarnir voru ekki góðir, það var farið illa með okkar fólk í þeim öllum sem er þó skiljanlegt því þetta voru allt unfir krakkar sem líklegast eru ekki langt komin og er þett viss skóli fannst mér…mér fannst kvennabardaginn helst til brútal og efast ég um að hann hafi kennt þessum 15 ára keppanda okkar nokkuð annað en að stíga aldrei aftur inn í hnefaleikahring, hún var greinilega ekki í neinni þjálfun til að keppa þarna.
Skúli Vilbergsson vann sinn bardaga nokkuð sannfærandi en spurningarmerki má setja við andstæðinginn sem virstist vera samansettur úr 4 vírum. Annars gerði skúli það sem hann þurfti að gera og virstist nokkuð agaðri en áður þótt hann verði seint sagður skólaður.
Skemmtilegasti bardagi kvöldsins var líklegast viðureign Doddy og íra sem ég man ekki hvað heitir. Þeir stóðu haus í haus allan tíman en írinn kom betur út úr þeim viðskiptum í flestum tilfellum. Doddy stóð sig einna best í 4. og seinustu lotunni en það dugði enganvegin til.
Skúli Ármansson mætti síðan 130 kg kjötflykki og stóð sig hreint ekkert allt of vel. Ég veit ekkert hversu mikla reynslu þessi Íri hefur á bakinu en hann var ekki íþróttamannslega byggður, það er alveg á hreinu. Skúli var víst að koma úr æfingabúðum í bandaríkjunum en ég veit ekki hvað hann lærði það en hann virðist hafa gleymt því öllu saman því hann virkaði hægur og illa tímasettur og virtist ekki vera neinn sérstakur hraða eða styrkleikamunur á þessum mönnum. Skúli vann þó verðskuldaðan sigur og má eiga það að honum tókst einum þetta kvöld að slá andstæðing sinn niður.
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þessir boxarar eru lítið keppnisreyndir og hafa flestöll æft í stuttan tíma en ég veðr einfaldlega að dæma það sem ég sá og það var akkúrat þetta.<br><br>—–
[Life sucks and then you die!]