Já, persónulega myndi ég vilja að það yðri haldið Íslandsmót með útsláttarkeppni eða á sambærilegan hátt og haldið er í öðrum Norðurlöndum, sem ég reyndar veit ekki hvernig er háttað. Af því sem ég hef séð hefur lítið borið á box-keppnum undanfarna mánuði. Besta reynslan sem maður fær að mínu mati er þegar maður er að keppa og einnig hefur það góð áhrif á uppbyggingu íþróttarinnar. Ég tala nú ekki heldur um pressuna sem fær mann til að æfa eins og óður maður þegar maður er að þjálfa sig fyrir mót en ekki bara fyrir þurrt loftið.
Er þetta ekki aðallega vegna þess að það ríkir mikil öngþveiti meðal stjórnenda hnefaleika á Íslandi? Þar sem menn láta tilfinningar koma í veg fyrir framgang íþróttarinnar, veit samt ekki nógu mikið um þetta mál til að geta dæmt það. En mín skoðun er sú að ég vil fleiri keppnir.
Eyjólfur