Mér þótti nú lítið til þessara upphitunarbardaga koma, upphitunarbardagi tvo var ójafn frá upphafi og til lítils að vera með bardaga sem að eru ekki með meiri gæði en þetta.
Skúli stóri stóð sig vel og gaman var að sjá hvað hann er yfirvegaður, hann missir ekki stjórn á skapi sínu þótt að hann fái einn á hann. Ef að þessi sem að hann boxaði við er í 6.sæti í Svíþjóð í sínum flokki þá er Skúli þar framalega. Skúli er svo að fara til Bandaríkjana í tvær vikur að boxa. Ég held að Skúli sé eitt af okkar mestu efnum.
Doddy stóð sig vel á móti þessu Svía. Svíinn var ekkert svaka góður, sótti stíft allan tíman, hefði átt að bakka meira og leyfa Dodda að sækja. Doddy vann vel úr þessu en sló helst til of mörg vindhögg.
Skúli Tyson átti lítin séns í mótherjan sinn. Svíinn tók hann nánast bara á beinni vinstri og það dugði vel á móti honum Skúla. Skúli náði nokkrum sinnum að svara fyrir sig en sló samt mikið af vindhöggum.
Annars voru þessir þrír bardagar ágætis skemmtun en það hefði átt að sleppa æfingabardögunum.
Lifið heil
Vídó