Hvernig stendur eiginlega á þessum ítrekuðu árásum í garð Bubba Morthens undanfarið???

Sátu ekki fimm fulltrúar í þessari nefnd?

Voru það ekki tveir sem greiddu atkvæði með því að sýning á Muy Thai og Freefight yrði leyfð samhliða hnefaleikasýningu meðan að Þrír greiddu atkvæði gegn því?

Sé ofan skrifað rétt og satt, því er þá eingöngu verið að skrifa slæma hluti um hann Bubba? Greiddu þeir Guðjón og Ágúst ekki einnig atkvæði gegn þessu?

Vissulega hefur hann Bubbi verið duglegri en þeir Ágúst og Guðjón við það að segja frá sinni afstöðu í þessu tiltekna málefni. En á maðurinn ekki rétt á sinni skoðun? Og er ekki jákvætt að hann geri grein fyrir henni opinberlega? Ekki ætlast þeir sem eru að gagnrýna hann til þess að fólk láti almennt ekki í ljós sínar skoðanir sökum þess eins að þær kunni að stangast á við skoðanir annara? Ég vona ekki.

Með kveðju

Alexander