Ég þykist vita að núna komi ég af stað einhverjum illdeilum en mig langar aðeins til að spyrja ykkur boxáhugamenn nokkurra spurninga.

Hvert er lokatakmark boxara sem berst við andstæðing sinn? Er það ekki rétt skilið hjá mér að það sé að berja andstæðing sinn þangað til að hann liggur í gólfinu? Og hver er þá munurinn á boxi og slagsmálum? Af hverju lenda menn í fangelsi fyrir að berja mann úti á götu en ekki í hringnum?

Ekki verða reið börnin mín, ég er að velta þessu fyrir mér og langar bara að heyra röksemdarfærslrnar frá ykkur sjálfum. Ég er bara að reyna að fræðast svolítið. Svo getur vel verið að ég rífi kjaft við ykkur á eftir.