Skúli minn, eins og þú ert drengur góður og skynsamur dags daglega
skoðaðu þá alla þætti málsins, þú hleypur soldið á þig stundum í æsingi, og það veistu að er ekki gott viðbragð þegar maður er bráður eða reiður, og á þetta jafnvel við innan hrings sem utan hans.
Lítum nú á málið, það hefur aldrei verið gefið út að það eigi
að fara fram eitthvað “cachefight” eða nokkuð slíkt, við erum
að tala um menn sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum í dag
og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og hvernig haga beri
aðstæðum hverju sinni, þetta eru fulltrúar sinnar íþróttar, já
og íþróttar segi ég vegna þess að ef þetta væri eitthvað sem
væri saknæmt, ólöglegt, bannað eða hvað annað verra, fyndist þér
líklegt að það væri verið að matreiða þetta þá á borð íslendinga
ef þetta væri eitthvað sem væri algjörlega ósæmilegt, NEI Skúli.
Mér fundust skilaboðin sem þú sendir íslensku þjóðinni eftir
bardagann þinn í höllinni kannski ekki beint jákvæð ímynd
af íþróttinni ef ég má hafa þau eftir með leyfi forseta “Það er hefð fyrir því að Keflvíkingar berji Kana” En, hvaða heilvita maður horfir ekki á svona ummæli og tekur þeim ekki sem léttu glensi eða einhverju sem sagt er með adrenalínið og sigurvímuna í botni, jú við íþróttasinnuðu smælingjarnir sem teljum okkur vita betur, en…hvernig heldurðu að húsmæðrnar í Vesturbænum hafi tekið þessu? Fjölmiðlar sáu ástæðu til þess að tengja ofbeldisverk í miðbænum seinna um nóttina við umrætt kvöld, og hver var aðalstjarnan á kvöldinu? Á viðkomandi þá ekki sök á ölllu því slæma sem gerðist þá nótt líka?
Erum við þá ekki komnir að kjarna málsins Skúli minn, það sem
við þekkjum ekki, eigum við til að hræðast og dæma, og oft á
tíðum að fara ófögrum orðum um. Okkur var treyst fyrir því að
tala máli hnefaleikanna sl. tíu ár og hvað þeim væri fyrir bestu,
höfum við gert svo slæma hluti eða farið það óskynsamlega að okkar ráðum að okkur sé ekki treystandi fyrir því upp á hvað við bjóðum
á dagskrá okkar í Laugardalshöll?
Skoðaðu, hugsaðu, dragðu síðan ályktanir.